Fræðsluefni

Á þessari síðu er að finna ýmis konar efni sem tengist stjórnarskrármálefnum og stjórnskipan. Það er hugsað til leiðbeiningar fyrir þjóðfundargesti og getur aðstoðað þá við undirbúning fyrir þáttöku á Þjóðfundi 2010 um stjórnarskrá Íslands. Tekið skal fram að engin krafa er gerð um undirbúning og er hverjum og einum í sjálfvald sett hvort hann nýtir sér fræðsluefnið.

Hér má finna útskýringar á ýmsum hugtökum sem einkenna núverandi stjórnskipan. Meðal annars eru skýrð fyrirbæri eins og "þingræði" og "lýðveldi". Fyrirhugað er að talsverðu efni verði bætt við allt fram að Þjóðfundi 2010 og að ennfremur megi finna ýmist ítarefni t.d. ábendingar um fræðirit, greinar og blaðaumfjallanir, sjá Skjalasafn hér hægra megin á síðunni. Ítarefni geyma margs konar upplýsingar um hvaðeina sem tengst getur stjórnarskrá, stjórnskipun eða stjórnarformi ríkis og hugleiðingar um mögulegar breytingar eða gagnrýni á núverandi stjórnarform. Þau eru ætluð til fróðleiks, en endurspegla ekki skoðanir annarra en höfundar viðkomandi efnis.

Grunnhugtök íslenskrar stjórnskipunar

Hér má finna greinar sem stjórnlaganefnd hefur tekið saman tengdar stjórnarskránni.

Stjórnskipun og stjórnarskrá

Íslensk stjórnskipun byggir á skráðu plaggi, stjórnarskránni. Stjórnarskráin er hornsteinn íslenskrar stjórnskipunar. Hún mælir fyrir um stjórnskipulag, hvaða stofnanir skuli fara með ríkisvald og teflir fram grundvallarréttindum borgaranna. Hér má finna upplýsingar um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, um sögu og tilurð hennar auk yfirlits um íslenskt stjórnskipulag.

Lesa meira

Undirstöður og megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar

Hér er farið stuttlega yfir nokkrar þær grundvallarreglur sem stjórnskipan íslenska ríkisins byggir á. Helstu hugtök stjórnskipunar eru skýrð, svo sem: sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar og lýðveldisstjórnarform auk þess reynt er að svara stuttlega spurningum eins og hvað sé lýðræði og hvað sé þingræði.

Lesa meira

Mannréttindi

Mannréttindi eru ein af grunnstoðum stjórnskipulagsins. Í stjórnarskrám flestra vestrænna ríkja eru ákvæði sem mæla fyrir um stöðu borgaranna, einkum gagnvart ríkinu en einnig í innbyrðis samskiptum sín á milli. Hér verður stuttlega greint frá mannréttindum í íslensku stjórnskipulagi, uppruna mannréttinda og þróun þeirra á alþjóðavettvangi.

Lesa meira

Hverjir fara með ríkisvald? Löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald

Hér er að finna upplýsingar um æðstu handhafa ríkisvaldsins. Í stjórnskipun okkar er byggt á þrígreiningu ríkisvalds. Samkvæmt 2. gr.stjórnarskrárinnar fara Alþingi og forseti saman með löggjafarvald, forseti og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald.

Lesa meira

Þjóðaratkvæðagreiðslur

Þjóðaratkvæðagreiðsla er oft í pólitískri og stjórnskipulegri umræðu leið sem nýtur almenns fylgis til þess að efla beint lýðræði. Með þjóðaratkvæði skapast möguleiki fyrir hinn almenna borgara til þess að taka milliliðalaust þátt í ákvörðunartöku í stað þess að ákvörðun sé tekin af þjóðkjörnum fulltrúum eins og almennt á við þar sem fulltrúalýðræði ríkir. Í sumum ríkjum eru þjóðaratkvæðagreiðslur ekki viðhafðar og í öðrum einungis sem varnagli við fulltrúalýðræðið. Hér verður rakin tilurð þjóðaratkvæðis í ríkjum innan Evrópu og tekin valin dæmi um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnskipan annarra ríkja.

Lesa meira

Kynning á úthlutun sæta við kosningu til stjórnlagaþings

Kynning sem útskýrir kosningakerfið sem notað verður við kosningu til stjórnlagaþings

Lesa meira

Helstu hugtök um stjórnarskrá og stjórnskipun

Hér er að finna hugtakasafn er tengjast stjórnarskrá og stjórnskipun. Hvert hugtak er útskýrt stuttlega en erfitt er að gera hugtakasafn sem er tæmandi yfir öll þau mikilvægu atriði sem tengjast stjórnskipuninni, en það er þó ætlað sem hjálp við fróðleiksfúsa þjóðfundarþátttakendur og aðra.

Lesa meira

Skjalasafn

Hér hefur verið safnað saman skjölum til upplýsingar um málefni tengd stjórnarskrá. Hér að neðan eru nýjustu skjölin.
Skoða allt skjalasafnið.

Tjaldað til einnar nætur. Uppruni bráðabirgðastjórnarskrárinnar.

Grein frá Guðna Th. Jóhannssyni sagnfræðingi sem birtist í vefritinu stjórnmál og stjórnsýsla þann 30. júní síðastliðinn.

Hlaða niður skjali

Stefnuskrá lýðveldisins: Nokkrar hugleiðingar um stjórnarskrá

Grein eftir Þorvald Þórarinsson sem birtist í Helgafelli 1945.

Hlaða niður skjali

Lýðræði og stjórnfesta

Grein eftir Gylfa Þ. Gíslason birt í Helgafelli árið 1945 um lýðræði og stjórnfestu.

Hlaða niður skjali

Alþjóðsamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi

Alþjóðasamningurinn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (1966) mynd­ ar ásamt Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (1948) og Alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (1966) hina svonefndu Alþjóðlegu réttindaskrá. Í samræmi við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna viðurkenna samningarnir að „… sú hugsjón að menn séu frjálsir og njóti borgaralegs og stjórnmálalegs frelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, rætist því aðeins að sköpuð verði skilyrði til þess að allir geti notið borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda, jafnt sem efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda.“ Í lok árs 2008 hafði samningurinn verið fullgiltur af 160 ríkjum.

Hlaða niður skjali

Alþjóðasamningur um borgaralega og stjórnmálaleg réttindi

Markmiðið með samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er að aðildarlöndin tryggi íbúum sínum grundvallar borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, eins og tjáningarfrelsi og kosningarétt.Ísland fullgilti samninginn árið 1978 og var hann lögfestur árið 2008.

Hlaða niður skjali