Það þarf að breyta lögum um Stjórnlagaþing

10.09.2010 10:09

Þingmenn stjórnarflokkanna í allsherjarnefnd Alþingis hafa lagt fram frumvarp þar sem kveðið er á um ýmsar breytingar á lögum um Stjórnlagaþing, sem samþykkt voru í sumar. Segja þingmennirnir, að í vinnu við undirbúning kosningar til stjórnlagaþings, undirbúning þjóðfundar og stjórnlagaþingsins sjálfs hafi komið í ljós að nauðsynlegt sé að gera nokkrar breytingar á ákvæðum laganna til þess skjóta styrkari stoðum undir framkvæmd þeirra. Heimild:mbl.is Fréttin er hér

Fara í fréttalista