Upplýsingavefir um kosningar til Stjórnlagaþings

23.09.2010 16:49

 

 

Nú er hægt að nálgast allar upplýsingar um kosningar til Stjórnlagaþings á kosning.is og landskjor.is. Þeir sem fyrirhuga að bjóða sig fram til stjórnlagaþings geta nálgast eyðublöð á þessum heimasíðum en framboðsfrestur rennur út þann 18. október. Þar eru jafnframt ítarlegar upplýsingar um hvernig og hvert á að skila framboðsgögnum. Landskjörstjórn upplýsir fyrir 3. nóvember hverjir bjóða sig fram og 10. nóvember hefst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar. 27. nóvember er síðan kosið til stjórnlagaþings. Framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings er samvinnuverkefni dómsmála- og mannréttindaráðuneytis, landskjörstjórnar, Þjóðskrár Íslands, utanríkisráðuneytis, sveitarstjórna, sýslumanna og fleiri opinberra aðila.

Fara í fréttalista