STJÓRNARSKRÁ EÐA STEFNUSKRÁ? Fyrirlestur í dag.

28.09.2010 11:03

 

Umræður og skrif um hugmyndafræði stjórnarskrárfestunnar hafa aldrei verið fyrirferðamikil á Íslandi og líklegt má telja að veigamesta ástæða þess hafi verið sú að krafan um stjórnarskrá og síðar stjórnarskráin sjálf var nýtt sem tæki í fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Í erindi sínu leitar Ágúst Þór Árnason svara við þeirri spurningu hvort þessi staðreynd hafi orðið til trafala við mótun eigin hugmynda um stjórnarskrá og stjórnskipun lýðveldisins Íslands. Ágúst veltir því einnig fyrir sér hver staðan sé í þessum málum á Íslandi í ljósi helst kenninga um hlutverk nútíma stjórnarskráa. Erindið var haldið á vegum Sagnfræðingafélags Íslands á Þjóðminjasafninu í dag frá kl 12.05-13:00.

Fara í fréttalista