Fulltrúar UNICEF minna á sinn málstað

28.09.2010 11:35

Fulltrúar UNICEF á Íslandi, þau Stefán Ingi Stefánsson og Ólöf Magnúsdóttir áttu fund með Þorsteini Fr. Sigurðssyni og Guðbjörgu Evu Baldursdóttur  í morgun á skrifstofu stjórnlagaþings. Erindi þeirra var að vekja athygli á að við undirbúning Þjóðfundar og stjórnlagaþings þyrfti að muna eftir þeim þjóðfélagsþegnum okkar sem eru yngri en 18 ára. Rætt var m.a. hvort sérsníða mætti einfalt kynningarefni um stjórnlagaþingið fyrir þennan aldurshóp. Þetta var  áhugaverður fundur og vakti okkur til umhugsunar um aðkomu barna og ungmenna að undirbúningi Þjóðfundar og stjórnlagaþings og hvernig tryggja megi að gætt verði að hagsmunum þeirra í endurbættri stjórnarskrá.

 

 

Fara í fréttalista