Vestfirðingar hvattir til að mæta á borgarafund

04.10.2010 10:29

Vestfirðingar eru hvattir til að mæta á borgararfund um endurskoðun stjórnarskrárinnar í kvöld sem haldinn er í í Háskólasetri Vestfjarða og með aðstoð fjarfundarbúnaðar í Skor, Þróunarsetri Patreksfjarðar í kvöld frá klukkan 19:30-21:00.  Stjórnlaganefnd og Fjórðungssamband Vestfirðinga standa að fundinum. Fundurinn er kynningafundur um stjórnlagaþing og Þjóðfund 2010 auk þess sem kallað er eftir sjónarmiðum íbúa.

Fara í fréttalista