Tilurð yfirskriftar og merkis

06.10.2010 13:17

Undirbúningsnefnd Stjórnlagaþings ákvað  í samráði við stjórnlaganefnd að leita eftir hugmyndum að yfirskrift fyrir Stjórnlagaþingið 2011 og Þjóðfundinn 2010.  Ákveðið var að leita til Hugmyndahúss háskólanna um tillögur að yfirskrift.

Þrjátíu tillögur bárust en fyrir valinu varð Þjóð til þings sem þótti falla vel að báðum viðburðunum. Hugmyndina átti Gunnar Grímsson og er honum og aðstandendum Hugmyndahússins hér með þakkað innilega fyrir framlagið.

Fara í fréttalista