Stjórnarskrá fólksins-opinn kynningarfundur

26.10.2010 16:04

Stjórnarskrá fólksins-opinn kynningarfundur

Stjórnarskrárfélagið efnir til opins fundar undir yfirskriftinni ,,Stjórnarskrá fólksins" annað kvöld, miðvikudaginn kl. 20.30 í sal FÍH, Rauðagerði 27.

Að þessu sinni eru þrír frummælendur, sem sitja fyrir svörum eftir flutning erinda.

  • Þorbjörg I. Jónsdóttir hrl. - ,,Stjórnarskráin með kynjagleraugum".
  • Svanur Kristjánsson prófessor - ,,Leið Íslands til lýðræðis: Stjórnarskráin frá 1944″.
  • Ellý Katrín Guðmundsdóttir stjórnlagaþingsnefndarkona - ,,Tækifæri fyrir komandi kynslóðir".

 

Fara í fréttalista