Þrír dagar í þjóðfund!

03.11.2010 11:31

Nú styttist í Þjóðfund 2010 og aðeins þrír dagar til stefnu! Hér eru nokkur atriði sem er mikilvægt að vita ef þú ert þjóðfundarfulltrúi. Þegar hefur þó verið sendur póstur til allra þátttakenda með neðangreindum upplýsingum:

1.      Þóknun. Allir þjóðfundarfulltrúar sem sitja fundinn fá greidda fundarþóknun kr. 17.500. (Það eru dagslaun þeirra sem koma til með að sitja á stjórnlagaþingi).

2.      Ferð til Reykjavíkur. Fundarfulltrúar utan höfuðborgarsvæðisins fá greidda ferðaþóknun, og það er þeirra val hvernig þeir ferðast til Reykjavíkur og aftur. Upphæðin er kr. 30.- fyrir hvern kílómeter frá heimili að mörkum höfuðborgarsvæðisins (má finna á www.ja.is (Vegvísir).

3.      Gisting. Við skráningu voru þátttakendur utan höfuðborgarsvæðins boðið að gista á hótelum í nágrenni Laugardalshallarinnar. Þurftu þátttakendur að láta vita á þeim tímapunkti, hvort þeir hyggðust nýta sér þá þjónustu og var í boði að gista eina eða tvær nætur. Ekki var hægt að velja hótel sjálfur og því miður er of seint að fara að úthluta hóteli núna, enda stuttur tími til stefnu!

4.      Greiðsla. Þátttökuþóknun og ferðastyrkur verða greidd inn á bankareikning þátttakanda (upplýsingar gefnar upp við skráningu) u.þ.b. viku eftir fundinn. ATH. að EKKI þarf að koma með akstursdagbók og skattkorti skal EKKI skilað inn, en greiðslan er verktakagreiðsla. Einfalt og þægilegt, ekki satt?

Hlökkum til að sjá ykkur á þessum sérstæða og sögulega atburði þar sem kallað er eftir hugmyndum þjóðarinnar um inntak stjórnarskrárinnar.

Fara í fréttalista