Ein samantekt frá Þjóðfundi á hverjum degi

09.11.2010 16:31

Ein samantekt frá Þjóðfundi á hverjum degi

Næstu 8 daga verða birtar hér samantektir á þeim setningum og gildum sem þátttákendur á Þjóðfundi komu sér saman um. Í dag byrjum við á samantekt á því sem fólk sagði um land og þjóð:

Stjórnarskráin er sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og er skrifuð fyrir fólkið í landinu. Stjórnarskráin á að standa vörð um íslenska tungu, menningu og auðlindir þjóðarinnar. Hún verði kynnt í skólum og almenningi tryggð áhrif á ákvarðanir í þjóðmálum. Efla skal ímynd Íslands, stuðla að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga.

 

 

 

Fara í fréttalista