Nánast engar biðraðir á kjörstöðum

27.11.2010 15:23

Kjósendur sem skrifstofa Stjórnlagaþings hefur verið í sambandi við í dag hrósa kjörstjórnum í hástert fyrir fyrirkomulag á kjörstöðum. Nánast engar biðraðir hafa myndast og fólk gefur sér því góðan tíma ef þarf að halda til að kjósa. Þá er góð stemning á kjörstöðum en flestir koma undirbúnir.  Viss misskilningur hefur verið á ferðinni um að fréttir í gær um biðraðir í Laugardalshöll eigi við daginn í dag en svo er alls ekki. Besta kjörsókn á landinu klukkan 14 í dag var í Árneshreppi á Ströndum en þar höfðu 38% kosningabærra manna greitt atkvæði sitt. Nú fer að verða keppni milli landshluta hvar besta kjörsóknin verður þegar upp er staðið.

Fara í fréttalista