Umfjöllun erlendra vefmiðla um ógildingu Stjórnlagaþingskosninga

28.01.2011 11:23

Umfjöllun erlendra vefmiðla um ógildingu Stjórnlagaþingskosninga

Um 230 erlendar vefsíður og fjölmiðlar hafa fjallað um ógildingu kosninga til Stjórnlagaþings. Það er þó nokkru minni áhugi erlendra fjölmiðla en þegar þeir fjölluðu um sjálfar kosningarnar til Stjórnlagaþingsins en um 10.000 erlendir vefmiðlar og fjölmiðlar fjölluðu á sínum tíma um kosningarnar sem fóru fram þann 27. nóvember. Það er fréttaveitan Associated Press sem hóf umfjöllun um ógildingu kosninganna nú. Ef fólk vill forvitnast meira um hvar umfjöllunin erlendra fjölmiðla  um ógildingu kosninganna er að finna á netinu er hægt að leita eftir: Iceland court invalidates constitutional elections.

Fara í fréttalista