Kostnaður við Þjóðfund 2010 nemur 70% af kostnaðaráætlun

21.02.2011 12:39

Kostnaður við Þjóðfund 2010 nemur 70% af kostnaðaráætlun

Nú liggur fyrir endanlegt fjárhagsuppgjör vegna Þjóðfundar 2010 og ljóst að kostnaður varð um 63.5 milljónir króna sem er aðeins um 70 prósent af kostnaðaráætlun sem nam 91.7 milljónum króna. Hér að neðan er kostnaðaráætlunin sundurgreind  og raunkostnaður.  Þar sést m.a. að sú ákvörðun að, greiða þátttakendum fundaþóknun og þeim sem búa utan höfuðborgarsvæðisins ferðaþóknun og gistikostnað í Reykjavík, til að tryggja eðlilega dreifingu þátttakenda af öllu landinu, er um 40 prósent af heildarkostnaðinum.

 

 

KOSTNAÐARÁÆTLUN  ÞJÓÐFUNDAR OG RAUN NIÐURSTAÐA






 

Gjaldaliðir

Kr. áætlun

Kr. rauntölur

%


Þóknun Þjóðfundarfulltrúa

17.500.000

16.152.500

25,43%

 

Ferðakostnaður fulltrúa utan höfuðborgarsvæðis

7.539.000

4.739.981

7,46%

 

Dvalarkostnaður fulltrúa utan höfuðborgarsvæðisins

8.975.000

4.138.800

6,52%

 

Þjálfun starfsfólks fundar og starfsþóknanir þess

6.265.000

3.617.500

5,69%

 

Laugardalshöllin. Leiga, gólf, þrif o.þ.h.

4.800.000

3.946.217

6,21%

 

Leiga á húsgögnum, búnaður, umgjörð

4.900.000

2.423.627

3,82%

 

Tækniumgjörð og þjónusta

12.000.000

10.078.720

15,87%

 

Kostn. við úrtakið, skráningargrunnur, símaver, póstur á fulltrúa

5.564.500

2.372.558

3,73%

 

Kynningar- og auglýsingarkostn. Vefsíðugerð/umsjón, borgarafundir

8.050.000

6.342.073

9,98%

 

Fundarkerfið, gögn, úrvinnsla gagna

5.390.450

4.195.735

6,60%

 

Matur og veitingar

6.375.200

5.193.313

8,18%

 

Ýmis kostnaður og ófyrirsjáanlegt (5%)

4.367.958

324.004

0,51%


Samtals áætlaður kostnaður við Þjóðfundinn

91.727.108

63.525.028

100,00%

 

 

 

Fara í fréttalista