Fjöldi erinda til Stjórnlagaráðs og mikil umræða

07.06.2011 13:27

Fjöldi erinda til Stjórnlagaráðs og mikil umræða

Stjórnlagaráði berast að jafnaði tæplega 20 erindi í viku hverri frá almenningi og félagasamtökum um breytingar á stjórnarskránni. Erindin eru nú um 170 og fjalla t.d. um trúmál, setutíma forseta, þjóðaratkvæðagreiðslur, dýravelferð, auðlindir, framkvæmdarvald, félagafrelsi og val á ráðherrum. Hægt er að gera athugasemdir við erindin og hefur mikil umræða skapast um mörg þeirra. Öll erindi eru lögð fram og rædd á fundi í þeirri nefnd sem þau heyra undir. Afstaða Stjórnlagaráðs til efnislegra atriða í stjórnarskrá mun koma fram í væntanlegu frumvarpi og því er ekki gert ráð fyrir að hverju og einu erindi verði svarað sérstaklega. Almenningur getur jafnframt gert athugasemdir við tillögur í áfangaskjali Stjórnlagaráðs en alls hafa yfir 1260 ummæli komið fram við erindi og tillögur ráðsins.

Fara í fréttalista