Væntanleg umfjöllun á öldum ljósvakans

16.06.2011 13:40

Væntanleg umfjöllun á öldum ljósvakans

Vikulega er rætt við fulltrúa í Stjórnlagaráði á öldum ljósvakans þar sem sagt er frá tillögum nefnda og störfum ráðsins. Rætt er við fulltrúa í þættinum Í bítið á Bylgjunni á mánudagsmorgnum, á þriðjudögum er rætt við fulltrúa í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu og á fimmtudögum er rætt við fulltrúa í Síðdegisútvarpi Rásar 2.  Þann 17. júní kl. 9.03 verður þáttur Ævars Kjartanssonar á Rás 1 tileinkaður störfum Stjórnlagaráðs. Þá verður rætt við fulltrúa úr Stjórnlagaráði í Vikulokum á Rás 1 á laugardag.

Fara í fréttalista