Niðurstöður Þjóðfundar 2010

Þjóðfundur um stjórnarskrá var haldinn í Laugardalshöll í Reykjavík laugardaginn 6.nóvember 2010.

Fundinn sóttu 950 manns af landinu öllu, frá 18 ára til 91 árs að aldri og var kynjaskipting nánast jöfn.

Auk þeirra komu um 200 aðstoðarmenn af ýmsu tagi að fundinum.

Fundurinn þótti takast með afbrigðum vel og töldu nær allir þátttakendur að niðurstöður hans myndu nýtast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá.

Skipulag fundarins

Fundinum var skipt í verkþætti sem dýpkuðu sífellt umræðu um viðfangsefni fundarins – stjórnarskrá lýðveldisins.

Meginviðfangsefni fundarins var innihald stjórnarskrár og þar með helstu þættir hennar.

Í fyrstu hafði verið fjallað um þau gildi sem fundarmenn vilja að lögð séu til grundvallar nýrri stjórnarskrá og voru þau flokkuð í átta meginflokka. Innihald stjórnarskrárinnar var síðan rætt út frá þeim.

Þátttakendur greiddu atkvæði annars vegar þeim þáttum sem þeim fannst mestu skipta, og hins vegar þeim þáttum sem þeim fannst fela í sér nýjungar.

Á hverju borði var svo samin setning eða málsgrein um það sem mestu hafði skipt í umræðunni.

Loks gafst þátttakendum tækifæri til að koma persónulegum tilmælum á framfæri við stjórnlagaþing, alþingi, fjölmiðla og aðra.

Fyrir lok fundarins voru gestir beðnir að meta framkvæmd og áhrif fundarins.

Úrvinnsla

Úrvinnsla hófst þegar á fundinum, þar sem hvert borð dró fram megináherslur sínar.

Fimmtíu manna hópur vann áfram að flokkun og framsetningu gagnanna strax að fundinum loknum og var þeirri vinnu fram haldið að morgni sunnudags.

Hér er að finna meginniðurstöður fundarins.

Skoða inntak Þjóðfundar

Tré - Inntak þjóðfundar

Tré

Orðaský - Setningar

Orðaský

Hlaða niður skjölum

Öll gögn frá þjóðfundi eru öllum opin og aðgengileg. Gögn eru gefin út undir skilmálum notandaleyfis Skapandi Almennings (Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported License).

Orðaský

Creative Commons License