Guðrún Pétursdóttir, formaður

Guðrún Pétursdóttir, formaður

Guðrún er framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða og dósent í frumulíffræði og fósturfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

Guðrún stundaði leiklistar- og tónlistarnám í Vínarborg, lauk BA prófi í sálfræði við H.Í., meistaraprófi í lífeðlisfræði við háskólann í Oxford og doktorsnámi við læknadeild Oslóarháskóla. Síðustu ár hefur hún unnið að rannsóknum um umhverfismál, nýtingu og stjórn náttúruauðlinda, orkunotkun og orkuflutninga, hátækni í sjávarútvegi, og áhrif loftslagsbreytinga á strandsamfélög. Einnig hefur hún unnið að öryggismálum sjómanna og endurreisn eftir náttúruhamfarir. Hún er nýskipaður formaður stýrihóps um rannsóknir á áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á heilsu manna og dýra. Guðrún á sæti í stjórn Hollvina Grensásdeildar og Styrktarsjóðs hjartveikra barna og er í varastjórn Auðar Capital.

Til baka í lista