Aðalheiður Ámundadóttir

Aðalheiður Ámundadóttir

Aðalheiður lauk B.A prófi í lögfræði við Háskólann á Akureyri árið 2009. Hún stundar nú meistaranámi í lögfræði við sama skóla og hyggst ljúka námi vorið 2011. Áður stundaði Aðalheiður nám í nútímafræðum við Háskólann á Akureyri. Aðalheiður hefur haldið fjölda erinda á sviði mannréttinda og stjórnskipunarréttar og ritað greinar um sama efni. B.A ritgerð hennar fjallaði um réttaráhrif mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, og nú vinnur hún að meistararitgerð um stjórnarskrárvernd efnahagslegra og félagslegra réttinda. Aðalheiður situr í háskólaráði Háskólans á Akureyri fyrir hönd nemenda og á sæti í stjórn Þjóðareignar, samtaka um auðlindir í almannaþágu.

Til baka í lista