Njörður P. Njarðvík

Njörður P. Njarðvík

Njörður P. Njarðvík lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1955. Njörður lauk Cand mag. gráðu frá Háskóla Íslands í íslensku og sænsku árið 1964. Þaðan lá leiðin til Svíþjóðar þar sem hann lauk Fil. dr. gráðu frá Göteborgs universitet árið 1993.

Njörður starfaði sem stundakennari við Gagnfræðaskólann í Vonarstræti á árunum 1957-62 og tók við stundakennslu í Hagaskóla sem og í Kennaraskóla Íslands á árunum eftir. Hann var bókmennta- og leiklistargagnrýnandi Vísis árin 1962-63. Þá var Njörður framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Skálholts árin 1964-1966 og kenndi í Menntaskólanum í Reykjavík veturinn eftir. Njörður starfaði síðan sem lektor í íslensku við Göteborgs universitet árin 1966-71 (með kennsluskyldu við Lunds universitet). Lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands árin 1971-77, dósent frá 1977 til ársins 1993 og loks prófessor á árunum 1993-2004. Njörður hefur tekið þátt í margs konar félags- og nefndastörfum, fengið fjöldan allan af viðurkenningum fyrir störf sín og skrifað og þýtt á sjötta tug bóka.

Til baka í lista