Þorsteinn Magnússon, formaður

Þorsteinn Magnússon, formaður

Þorsteinn Magnússon er aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Hefur yfirumsjón með stjórnsýslu, alþjóðamálum og útgáfu og upplýsingamálum. Stýrir skrifstofu þingforseta. Doktor í stjórnmálafræði frá Exeterháskóla á Englandi 1987. BA í stjórnmálafræði HÍ 1978. Stúdent MH 1972. Starfsmaður skrifstofu Alþingis síðan 1988. Aðstoðarskrifstofustjóri síðan 2006, forstöðumaður almennrar skrifstofu 1996-2006, aðstoðarforstöðumaður þingmálaskrifstofu 1995-1996, deildarstjóri nefndadeildar 1989-1995 og starfsmaður nefnda 1988. Stundakennari í stjórnmálafræði við HÍ 1984-1985 og 1987-2006. Störf fyrir stjórnarskrárnefnd 1988-1995. Störf fyrir öryggismálanefnd 1988. Aðstoðarmaður menntamála- og samgönguráðherra 1978-1979. Þingfréttaritari Þjóðviljans 1977-1978 og 1980-1981.

Til baka í lista