Páll Þórhallsson

Páll Þórhallsson

Páll Þórhallsson er skrifstofustjóri löggjafarmála hjá forsætisráðuneytinu. Meðal verkefna er gæðaeftirlit með stjórnarfrumvörpum, stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttur og nýstofnaður Stjórnsýsluskóli Stjórnarráðsins. Áður starfaði Páll hjá Evrópuráðinu í Strassborg að málefnum fjölmiðla og upplýsingasamfélagsins (1999-2005), sem fulltrúi hjá AP-lögmönnum (1995-1997) og sem blaðamaður á Morgunblaðinu (1987-1995). Páll er stúdent frá MH 1984, og lauk embættisprófi í lögfræði 1995 og BA-prófi í heimspeki með stjórnmálafræði sem aukagrein sama ár. Hann lauk framhaldsnámi (DEA) í mannréttindum og stjórnskipunarrétti við Robert Schuman háskólann í Strassborg haustið 1998. Páll var ritari stjórnarskrárnefndar 2005-2007, ritari úrskurðarnefndar um upplýsingamál 2005-2006, formaður starfshóps er undirbjó lög um Keflavíkurflugvöll ohf. 2006-2007, formaður starfshóps um siðareglur fyrir ráðherra og ríkisstarfsmenn 2009, formaður samráðshóps um Einfaldara Ísland 2007-2009, sem stóð m.a fyrir útgáfu Handbókar um undirbúning og frágang lagafrumvarpa og formaður starfshóps um sanngirnisbætur til vistmanna á heimilum fyrir börn 2009-2010. Þá átti Páll sæti í samninganefnd um Icesave frá mars - júní 2009. Páll er aðjúnkt við lagadeild HR þar sem hann kennir fjölmiðlarétt og lagasetningu.

Til baka í lista