Sigrún Benediktsdóttir

Sigrún Benediktsdóttir

Sigrún Benediktsdóttir er framkvæmdastjóri, hún rak lögmannstofu að Klappastíg 25-27 á árunum 1999-2006, var framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á árunum 1994-1998 og rak lögmannsstofu og sinnti lögfræðistörfum á árunum 1984-1993. Hún hefur sinnt kennslu við H.Í., Fósturskóla Íslands og Iðntæknistofnun. Sigrún var lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur 1984-1998 og var einn af stofnendum og starfsmaður Kvennaráðgjafarinnar. Sigrún lauk embættisprófi í lögum frá H.Í. 1983, lauk rekstrar og viðskiptafræðinámi frá sama skóla 1997 og hefur meistaragráðu í lögum frá Lundarháskóla.

Til baka í lista