Eva H. Baldursdóttir, starfsmaður stjórnlaganefndar

Eva H. Baldursdóttir, starfsmaður stjórnlaganefndar

Starfsmaður stjórnlaganefndar er Eva H. Baldursdóttir lögfræðingur. Hún lauk meistaragráðu í lögum frá Háskóla Íslands vorið 2009. Lokaverkefni hennar var á sviði stjórnskipunarréttar og bar heitið „Um túlkun mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar“. Í grunnnámi vann hún lokaverkefni um starfsumhverfi Alþingis og áhrif framkvæmdarvalds á löggjöf. Samfara námi hefur Eva unnið við almenna lögmennsku hjá LOGOS lögmannaþjónustu og síðar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Hún var í starfsþjálfun hjá EFTA dómstólnum í Luxemborg haustið 2009. Eva gegnir auk þess varaformennsku í Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar og situr í Menningar- og ferðamálaráði.

Til baka í lista