Staða og áhrif mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna að íslenskum rétti

Grein eftir Björgu Thorarensen sem birtist í ritinu Mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna árið 2009. Björg fjallar um áhrif alþjóðamannréttindasamninga, einkum Sameinuðu þjóðanna, á þróun íslensks réttar, einkum á síðustu tveimur áratugum.

Hlaða niður skjali

Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og réttur til að stofna til hjúskapar

Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti fjallar um vernd friðhelgi einkalífs og fjölskyldu samkvæmt 8. gr. Mannréttindsáttmála Evrópu. Greinin birtist í fræðiritinu Mannréttindasáttmáli Evrópu: meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan rétt árið 2005.

Hlaða niður skjali

Trúarbrögð og mannréttindi

Páll Sigurðsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands fjallar um trúfrelsi og jafnræði trúfélaga á Íslandi. Greinin birtist í Lagaskuggsjá árið 2004.

Hlaða niður skjali

Einkaréttaráhrif Mannréttindasáttmála Evrópu og skyldur ríkja til athafna samkvæmt sáttmálanum

Grein eftir Björgu Thorarensen prófessor í lögum sem birtist í Afmælisriti Gauks Jörundssonar árið 1994. Björg fjallar um einkaréttaráhrif Mannréttindasáttmála Evrópu, en með því er átt við hvort einstaklingar eru bundnir af ákvæðum sáttmálans eða hvort hann hefur áhrif á lögskipti milli einstaklinga.

Hlaða niður skjali

Tjáningarfrelsi og bann við útbreiðslu kynþáttafordóma

Björg Thorarensen prófessor fjallar um bann við því að menn tjái opinberlega skoðanir sínar sem lýsa kynþáttahatri og kynþáttafordómum og hvernig það samrýmist grundvallarreglunni um vernd tjáningarfrelsis í lýðræðisþjóðfélagi. Greinin birtist í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands, árið 2002.

Hlaða niður skjali

Forseti Íslands og synjunarvaldið

Grein eftir Sigurð Líndal prófessor emeritus sem fjallar um túlkun á 26. gr. stjórnarskráinnar er varðar synjunarvald forseta eða málskotsrétt hans til þjóðarinnar er hann neitar að undirrita lög.

Hlaða niður skjali

Réttarreglur um íslenska tungu

Grein eftir Þór Vilhjálmsson sem birtist í afmælisriti Sigurðar Líndal, Líndælu. Fjallar hann um lagareglur og skyldar reglur, sem mæla fyrir um notkun móðurmálsins.

Hlaða niður skjali

Endurskoðun stjórnarskrárinnar

Grein eftir Sigurð Líndal þar sem hann lýsir sínum viðhorfum til endurskoðunar eða breytinga á stjórnarskránni.

Hlaða niður skjali

Þjóðareign - þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar

Bók gefin út af RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál. Í ritinu er að finna ritgerðir eftir höfunda úr ýmsum áttum, um eignarrétt og auðlindir sjávar. Ritið er mjög yfirgripsmikið enda um 160 bls.

Hlaða niður skjali

Þjóðmálaumræðan og þjóðareignin

Grein eftir Helga Áss Grétarsson sérfræðing hjá lagastofnun Háskóla Íslands. Greinin birtist í tímaritinu Ægi árið 2010.

Hlaða niður skjali

Hvenær verður minnihluti atkvæða að meirihluta fulltrúa?

Ólafur Þ. Harðarsson prófessor og Inriði H. Indriðason lektor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands fjalla um tengslin á milli atkvæðahlutfalls og stjórnarmeirihluta í skoðanakönnunum og í bæjarstjórnarkosningum 1930-2002. Greinin varðar kosningarkerfið sem við búum við, tengslin á milli prósentutölu fylgis og fulltrúafjöldans o.s.frv.

Hlaða niður skjali

Umhverfi og auðlindir - Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar?

Skýrsla umhverfisráðuneytisins frá 2009 um samspil manns og náttúru, ástand umhverfisþátta hér á landi og í öðrum löndum. Ítarlega er fjallað um sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftlagsbreytingar af mannavöldum.

Hlaða niður skjali

Frumvarp til laga um meginreglur umhverfisréttar

Lagt fyrir Alþingi 2006-2007.

Hlaða niður skjali

Tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi - sérstaklega í umræðum um almenn málefni.

Grein eftir Hörð Einarsson sem birtist í afmælisriti Davíðs Oddsonar.

Hlaða niður skjali

Um sameign íslensku þjóðarinnar

Grein eftir Helga Áss Grétarsson sem birtist í Rannsóknir í Félagsvísindum VII árið 2007. Helgi fjallar um hvort nytjastofnar sjávar geti talist sameign þjóðarinnar eður ei.

Hlaða niður skjali

Glærur Ragnhildar Helgadóttur um stjórnarskrá Íslands

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík hélt örnámskeið um stjórnarskrá lýðveldisins. Hægt er að nálgast glærur frá námskeiðinu hér.

Hlaða niður skjali

Pólitískt umboð og ábyrgð ráðherra á Íslandi

Grein eftir Gunnar Helga Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði sem birtist í Rannsóknir í félagsvísindum VI: lagadeild og varðar vald, störf og ábyrgð ráðherra hér á landi.

Hlaða niður skjali

Kynning stjórnlaganefndar

Glærur sem stjórnlaganefnd hefur stuðst við í kynningu á endurskoðunarferli stjórnarskrárinnar samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010. Stjórnlaganefnd var að ljúka við fundarröð vítt og breitt um landið. Haldnir voru sjö borgarafundir þar sem ferlið var kynnt og íbúum var gefin kostur á að koma sínum sjónarmiðum sínum um inntak stjórnarskrárinnar á framfæri og fræðast nánar um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Þingræði á Íslandi

Grein eftir Bjarna Benediktsson frá árinu 1956 sem birtist í Tímariti lögfræðinga. Fjallar hann um starfsemi Alþingis, starfshætti og ágalla þingræðisins.

Hlaða niður skjali

Ný stjórnarskrá fyrir Svíþjóð

Sænsk skýrsla eftirlitsnefndar lýðræðis þar í landi. Í skýrslunni er tekið á flóknum álitaefnum svo sem hvort hægt sé að breyta stjórnarháttum í þróuðum lýðræðisríkjum með endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þá er ennfremur kannað hvort eyða megi vandamálum í samfélagsgerðinni með stjórnarskrárbreytingum. Til dæmis er tekið á því hvort breytingar á stjórnskipan geti komið til móts við óánægju almennings með stjórnmálamenn, en rekstur opinberra stofnana er í höndum þeirra. Pólitík spili stóra rullu við þann reksktur sem hafi valdið vaxandi vantrausti á trúverðugan rekstur þeirra stofnana með almannahagsmuni að leiðarljósi á undanförnum árum og áratugum.

Hlaða niður skjali

Er sjálfbær þróun lagalegt hugtak?

Grein eftir Aðalheiði Jóhannsdóttur sem birtist í Rannsóknir í Félagsvísindum V árið 2004. Greinin fjallar um eitt af lykilhugtökum umhverfisréttarins, sjálfbæra þróun. Höfundur leitast við að skilgreina inntak þess og meðal annars á hvaða forsendum lagareglum verði mótaðar eða gildandi reglum beitt svo að sjálfbærri þróun verði náð.

Hlaða niður skjali

Um afmörkun og endurmat á stjórnskipulegri stöðu forseta Íslands

Ný grein eftir Björgu Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti um hlutverk og stöðu forseta Íslands.

Hlaða niður skjali

Vernd viðskiptalegrar tjáningar fyrirtækja

Grein eftir Eirík Jónsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands sem birtist í Rannsóknir í félagsvísindum IX: lagadeild. Eiríkur fjallar um þá vernd sem fyrirtæki njóta á grundvelli tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar,sbr. 73. gr.

Hlaða niður skjali

Synjunarvald forseta

Grein eftir Þór Vilhjálmsson um inntak 26. gr. stjórnarskrárinnar sem birtist í afmælisriti Gauks Jörundssonar árið 1994.

Hlaða niður skjali

Dómstólar geta ekki vikið sér undan því að að taka afstöðu - Um vernd efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda fyrir dómstólum

Grein eftir Kára Hólmar Ragnarsson hdl. sem fjallar um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi í íslenskum rétti. Greinin birtist í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands, árið 2009.

Hlaða niður skjali

Áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu á vernd tjáningarfrelsis að íslenskum rétti

Björg Thorarenseon prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands fjallar um áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu á tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Greinin birtist í Tímarit lögfræðinga árið 2003.

Hlaða niður skjali

Skýrsla Evrópuráðsins um stöðu sveitarfélaga á Íslandi

Skýrsla Evrópuráðsins um stöðu sveitarfélaga hér á landi, sérstaklega í ljósi efnahagshrunsins.

Hlaða niður skjali

Hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar íslensku stjórnarskrárinnar

Sérfræðingar á sviði stjórnskipunarréttar svara spurningu SÖGU vorið 2010 um umdeilda 26. gr. stjórnarskráinnar. Þeir sem svara eru Eiríkur Tómasson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Eiríkur Bergmann dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Allþingis, Helgi Skúli Kjartansson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, Ragnheiður Kristjánsdóttir aðjúnkt í sagnfræði við Háskóla Íslands, Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Svanur Kristjánsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Þorsteinn Pálsson fv. forsætisráðherra.

Hlaða niður skjali

Sjálfstæði ráðherra og þingræðisreglan

Grein frá Gunnari Helga Kristinssyni þar sem hann fjallar um hvort sjálfstæði ráðherra, eins og það hefur verið túlkað af íslenskum lögfræðingum, samrýmist þingræðisreglunni. Greinin birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla veftímarit.

Hlaða niður skjali

Frumvarp með stjórnarskrá lýðveldisins Íslands frá 1944

Frumvarp sem fylgdi með stjórnarskránni þegar hún var lögð fyrir þingið. Stjórnarskráin tók hins vegar nokkrum breytingum í meðförum þingsins m.a. hlutverk og staða forseta.

Hlaða niður skjali

Skýrsla félagsmálaráðherra um sveitarstjórnarmál

Skýrsla um stöðu sveitarstjórnarstigsins lögð fyrir Alþingi árið 2006. í skýrslunni er að finna upplýsingar um helstu þætti sem skipta máli í laga- og starfsumhverfi sveitarfélaga og sveitarstjórnarmanna, svo sem um fjármál sveitarfélaga, lögmælt og ólögmælt verkefni sveitarfélaga, lýðræði í sveitarfélögum og samskipti sveitarféalga við ríkisvaldið. Einnig er lítillega fjallað um stöðu íslenskra sveitarfélaga í alþjóðlegu samhengi.

Hlaða niður skjali

Mannréttindi

Fyrirlestur Ólaf Jóhannessonar um mannréttindi frá árinu 1949, en Ólafur var prófessor í lögum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn kom út á prenti árið 1951 í fræðiritinu Samtíð og saga. Ólafur Jóhannesson hefur jafnan verin talin faðir stjórnskipunarréttar hér á landi. Hann gaf út fyrsta heildarritið á sviði stjórnskipunarréttar árið 1960. Fræðiritið, sem ber heitið Stjórnskipun Íslands, á enn fullt erindi við stjórnskipunarrétt dagsins í dag, að minnsta kosti að því leyti sem stjórnarskrárákvæðum hefur ekki verið breytt, en ritið hefur verið endurútgefið margoft frá árinu 1960.

Hlaða niður skjali

Vald dómstóla til að endurskoða stjórnvaldsákvarðanir

Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík fjallar um hvort dómstólar megi hrófla við frjálsu mati stjórnvalda og geti ekki undir ákveðnum kringumstæðum endurskoðað ákvarðanir þeirra. Ragnhildur skoðar dómaframkvæmd og reynir að varpa ljósi á hvernig endurskoðun dómstóla á stjórnvaldsákvörðunum er háttað. Að mati Ragnhildar eru færri takmarkanir á endurskoðunarvaldi dómstóla nú viðurkenndar en áður fyrr. Greinin birtist í Tímariti lögfræðinga árið 2005.

Hlaða niður skjali

Úrskurðarvald dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga

Grein eftir Ragnhildi Helgadóttur prófessor við lagadeild Háskóla Reykjavíkur sem birtist í Afmælisriti Þórs Vilhjálmssonar árið 2000. í greininni er fjallað um endurskoðunarvald dómstóla á stjórnskipulegu gildi laga þ.e. endurskoðun á ákvörðun löggjafans. Í þeim tilvikum er skoðað hvort löggjöf sé samþýð stjórnarskrá, það er brjóti ekki í bága við hana. Oftast reynir á þetta vald dómstóla þegar talið er að mannréttindi hafi verið brotin með löggjöf.

Hlaða niður skjali

Beiting Hæstaréttar Íslands á lögum um Mannréttindasáttmála Evrópu

Grein eftir Davíð Þór Björgvinsson, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu sem birtist í Tímariti lögfræðinga árið 2003.

Hlaða niður skjali

Ákvæði 1. mgr. 68. gr. um bann við ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu

Grein eftir Róbert R. Spanó prófessor við Háskóla Íslands sem birtist í ritinu Lögberg. Í greininni er fjallað um þýðingu og inntak 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um bann við pyndingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Hlaða niður skjali

Saklaus uns sekt er sönnuð - Hvað felst í fyrirmælum 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar

Grein eftir Eirík Tómasson prófessor í stjórnskipunarrétti um inntak 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar sem ná til hugtaksins saklaus uns sekt er sönnuð og hugtaksins réttlát málsmeðferð fyrir dómi í víðtækri merkingu. Greinin birtist í Afmælisriti Gunnars G. Schram.

Hlaða niður skjali

Trúfrelsi, sannfæringarfrelsi og jafnrétti í íslensku stjórnarskránni

Oddný Mjöll Arnardóttir skrifar um trúfrelsi í tengslum við jafnrétti í grein sem birt var í Guðrúnarbók, bók til heiður Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrum Hæstaréttardómara, sem gefin var út árið 2006 af Hinu íslenska bókmenntafélagi.

Hlaða niður skjali

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga lagt fram árið 1983

Gunnar Thoroddsen þáverandi forsætisráðherra lagði fram árið 1983 heildstæða stjórnarskrá þ.e. frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Frumvarpið var afurð stjórnarskrárnefndar sem skipuð var árið 1972 til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sátu sjö manns í nefndinni sem kosin var af Alþingi. Frumvarpið er eina heildstæða stjórnarskráin sem hefur verið lögð fyrir Alþingi frá samþykkt núgildandi stjórnarskrá árið 1944.

Hlaða niður skjali

Hvað segja lögin? Sameignarauðlindir eru mannréttindi

Grein eftir Þorvald Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands sem birtist í Ragnarsbók: Fræðirit um mannréttindi árið 2009.

Hlaða niður skjali

Rökræðulýðræði, borgaravitund, lífpólitík

Grein eftir Vilhjálm Árnason prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands sem birtist í Ragnarsbók: Fræðirit um mannréttindi. Bókin kom út árið 2009 og er tileinkuð Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni.

Hlaða niður skjali

Stjórnskipunarþróun í Evrópu

Skýrslan var unnin af Páli Þórhallssyni að beiðni stjórnarskrárnefndar sem starfaði frá árinu 2005 til ársins 2007. Efnið er hluti af skýrslu sem nefndin gaf út í febrúar 2007 en skýrslan var m.a. afrakstur vinnu nefndarinnar við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í grein Páls er að finna mjög gott yfirlit um samanburð á stjórnarskipun Evrópuríkja.

Hlaða niður skjali

Frá lútherskri kirkjuskipan til almenns trúmálaákvæðis - Hugsanleg endurskoðun á trúmálabálki stjórnarskrárinnar

Hjalti Hugason prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands fjallar um endurskoðun á kirkjuskipan í stjórnarskránni. Birtist í rökstólum Úlfljóts, tímarits laganema árið 2005.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrá er ekki jeppi

Gunnar Karlsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands lýsir viðhorfum sínum til stjórnarskrár og endurskoðunar hennar. Spurningin: ,,Er þörf á stjórnarskrárbreytingu?" var lögð fyrir Gunnar árið 2005 sem hluti af rökstólum Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands, í ljósi þess að skipuð var stjórnarskrárnefnd sama ár sem bar að endurskoða sérstaklega I., II. og V. kafla stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Hæstiréttur og stjórnarskráin

Grein eftir Ragnhildi Helgadóttur og Þór Vilhjálmsson. Í greininni fjalla höfundar um beitingu Hæstaréttar á ákvæðum stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Sérskipaðar rannsóknarnefndir

Grein eftir Bryndísi Hlöðversdóttur og deildarforseta lagadeildar Háskólans á Bifröst. Fyrst er vikið að lagareglum í Danmörku og Noregi um rannsóknarnefndir, en hér á landi er ekki að finna almenna lagasetningu um rannsóknarnefndir.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrárákvæði um framsal ríkisvalds

Grein eftir Írisi Lind Sæmundsdóttur lögfræðing hjá Utanríkisráðuneytinu er birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, árið 2008. Fjallar Íris um stjórnskipulegar heimildir til framsals hér á landi og á Norðurlöndunum en heimild til framsals ríkisvalds er ekki að finna í íslensku stjórnarskránni. Þá leggur Íris fram tillögur til íslensks framsalsákvæðis.

Hlaða niður skjali

Ráðherraábyrgð

Grein eftir Andra Árnason lögmann sem birtist í Tímariti lögfræðinga haustið 2009. Í greininni tekur Andri fyrir lög um ráðherraábyrgð og sambærilegar gildandi reglur í Danmörku og Noregi. Andri dregur í lokin sjálfstæðar ályktanir af umfjölluninni og tæpir á lögfræðilegum álitaefnum sem hann telur að komi upp við beitingu laganna. Þess má geta að þegar greinin kom út hafði aldrei reynt á lög um ráðherraábyrgð hér á landi.

Hlaða niður skjali

Greinarflokkur um endurskoðun stjórnarskrárinnar í Finnlandi

Greinar sem birtust í Fréttablaðinu árið 2006 um reynslu Finna af stjórnarskrárvinnu þeirra. Finnar settu sér nýja stjórnarskrá árið 1999.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrárfesta: grundvöllur lýðræðis

Grein eftir Ágúst Þór Árnason brautastjóra við Háskólann á Akureyri sem birtist í Skírni 1999.

Hlaða niður skjali

Um auðlindir í íslenskum rétti

Ítarleg skýrsla eftir Þorgeir Örlygsson, núverandi dómara við EFTA dómstólinn í Luxembourg. Skýrslan var gefin út af forsætisráðuneytinu árið 1999 vegna þáverandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Lýðveldið, stjórnskipun og staða forseta

Grein eftir Ágúst Þór Árnason, brautastjóra við Háskólann á Akureyri sem birtist í Lögfræðingi, tímariti laganema við Háskólann á Akureyri.

Hlaða niður skjali

Umhverfisréttur og stjórnarskráin

Grein eftir Aðalheiði Jóhannsdóttur prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Greinin birtist í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands árið 2005.

Hlaða niður skjali

Er þjóðareign ríkiseign?

Stutt grein eftir Skúla Magnússon ritara við EFTA dómstólinn, sem jafnframt situr í stjórnlaganefnd. Greinin birtist í Fréttablaðinu, 16. mars 2007.

Hlaða niður skjali

Inntak og beiting 15. gr. stjórnarskrárinnar

Grein eftir Ragnhildi Helgadóttur prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík og Margréti Völu Kristjánsdóttur lektors við lagadeild sama skóla. Grein birtist í Lögréttu, Tímariti laganema við Háskólann í Reykjavík. 15. gr. stjórnarskrárinnar fjallar um skipun ráðherra. Í greininni taka höfundar fyrir inntak og framkvæmd ákvæðisins, varðandi skipun og verkaskiptingu ráðherra.

Hlaða niður skjali

Togstreita markaðar og réttarríkis

Grein frá Herdísi Þorgeirsdóttur sem birtist í Bifröst, riti Háskólans á Bifröst og hefur að geyma safn fræðigreina.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrárbundið fullveldi Íslands

Grein eftir Kristrúnu Heimisdóttir lögfræðing sem birtist í Tímariti lögfræðing árið 2003.

Hlaða niður skjali

Eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu

Stutt ritstjórnargrein Róbert R. Spanó í Tímariti lögfræðinga árið 2009.

Hlaða niður skjali

Eftirlits - og rannsóknarhlutverk Alþingis - forsenda ráðherraábyrgðar

Grein eftir Bryndísi Hlöðversdóttur sem birtist í Rannsóknir í félagsvísindum VI: lagadeild. Eins og heiti greinarinnar gefur til kynna, fjallar um hún eftirlits - og rannsóknarhlutverk Alþingis sem grundvallast á þingræðisreglunni.

Hlaða niður skjali

Beiting ákvæða um efnahagsleg og félagsleg mannréttindi í stjórnarskrá og alþjóðasamningum

Grein eftir Björgu Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem birtist í Tímariti lögfræðinga vorið 2001. Höfundur gerir grein fyrir hvaða mannréttindi teljast til efnahagslegra og félagslegra réttinda, hvert sé eðli þeirra og tæpt á sögu og uppruna slíkra réttinda. Sérstök áhersla er lögð á 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar í ljósi dóms Hæstaréttar frá 19.desember árið 2000 í máli Öryrkjabandalags Íslands gegn íslenska ríkinu.

Hlaða niður skjali

Áhrif meðalhófsreglu við skýringu stjórnarskrárákvæða

Grein eftir Björgu Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem birtist í ritinu Lögberg árið 2003. Höfundur fjallar um meðalhófsreglu stjórnskipunarréttar og hvaða áhrif reglan hefur við skýringu stjórnarskrárákvæða í íslenskri réttarframkvæmd.

Hlaða niður skjali

Mannréttindi í sögu og vitund Íslendinga

Grein eftir Ágúst Þór Árnason núverandi brautarstjóra við lagadeild Háskólans á Akureyri sem birtist í Skírni árið 1994.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrárbundnar meginreglur og stjórnarskrárvarin réttindi

Grein eftir Dóru Guðmundsdóttur sem birtist í Guðrúnarbók árið 2006.

Hlaða niður skjali

Tvískipt ríkisvald?

Ritstjórnargrein eftir Friðgeir Björnsson sem birtist í Tímariti lögfræðinga vorið 1999.

Hlaða niður skjali

Samsteypustjórnir og sjálfstæði ráðherra

Grein eftir Gunnar Helga Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Í greininni er fjallað um sjálfstæði ráðherra í norðanverðri Evrópu og aðferðir samsteypustjórna við að hafa taumhald á þeim. Staðan á Íslandi er því skoðuð í alþjóðlegu samhengi hvað varðar stöðu ráðherra.

Hlaða niður skjali

Hvernig má tryggja hæfilega valddreifingu í íslenskri stjórnskipun?

Grein eftir Eirík Tómasson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Eiríkur leitast við að svara tveimur spurningum, annars vegar hvort hæfileg dreifing ríkisvaldsins milli ólíkra valdhafa, þannig að þeir hafi visst taumhald hver á öðrum, sé æskileg í lýðræðisríki, eins og á Íslandi og hins vegar hvort slík valddreifing sé nægilega tryggð samkvæmt stjórnskipun hér á landi.

Hlaða niður skjali

Inngangur að stjórnskipun

Stutt en greinargott skjal sem hefur að geyma upplýsingar um megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar. Ætlað til fróðleiks fyrir þátttakendur á þjóðfundi og aðra sem hafa áhuga á málefnum stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Stofnun lýðveldis - Nýsköpun lýðræðis

Grein frá Svani Kristjánssyni sem birtist í Skírni árið 2002.

Hlaða niður skjali

Eiga Íslendingar að skrifa nýja stjórnarskrá?

Lokaritgerð við Háskólann á Bifröst eftir Sævar Ara Finnbogason sem kom út núna í ágúst 2010. Fjallar hann gaumgæfilega um umræðu um stjórnarskrármál og stjórnlagaþing og um nýja stjórnarskrá.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskráin og fólkið

Grein eftir Ragnar Aðalsteinsson lögmann sem birtist í rökstólum Úlfljóts, tímarits laganema árið 2005. Ragnar fjallar stuttlega um stjórnlagaþing og fullveldi fólksins sem og önnur atriði tengd endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Alþingi í ljósi samþættingar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds.

Grein eftir Þorstein Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóra Alþingis. Í greininni er m.a. fjallað um starfsumhverfi Alþingis og hlutverk þess. Þá er skoðað hvernig samþættingu löggjafar- og framkvæmdarvalds er háttað og ennfremur kannað framkvæmd og stjórnskipun hvað það varðar á Norðurlöndunum.

Hlaða niður skjali

Pólitísk ábyrgð ráðherra - samspil þingræðisreglu og þingeftirlits

Grein eftir Ragnhildi Helgadóttur sem birtist í Tímariti lögfræðinga haustið 2009. Ragnhildur fjallar meðal annars um inntak, eðli og áhrif þingræðisreglunnar á þingeftirlit og ábyrgð ráðherra. Ennfremur er að finna umfjöllun um réttarstöðu varðandi pólitíska ábyrgð ráðherra og endamörk lagareglna er henni tengjast.

Hlaða niður skjali

Constitution Building Processes and Democratization

Áhugavert efni um stjórnskipunarþróun og gerð stjórnarskrár sem og lýðræðisvæðingu. Í skýrslunni má til að mynda finna kafla er fjallar um tengslin milli lýðræðis og stjórnarskrár. Gefið út af IDEA, sem er alþjóðleg lýðræðis- og kosningastofnun staðsett í Stokkhólmi.

Hlaða niður skjali

Áfangaskýrsla auðlindanefndar - Inngangur

Skýrsla nefndar frá árinu 1999 sem fjallar um auðlindir í íslenskum rétti í heild sinni. Samfara skýrslunni var lögð fram tillaga um stjórnarskrárbreytingu sem náði ekki fram að ganga.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskráin og meðferð utanríkismála

Grein eftir Björgu Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Greinin birtist í 60 ára afmælisriti Úlfljóts, tímariti laganema við Háskóla Íslands árið 2007. Í greininni er meðal annars fjallað um inntak 21. gr. stjórnarskrárinnar sem varðar aðkomu Alþingis að meðferð utanríkismála, en alþjóðasamskipti falla að mestu undir verksvið framkvæmdarvaldsins.

Hlaða niður skjali

Helstu hugtök um stjórnarskrá og stjórnskipun

Helstu hugtök stjórnskipunarréttarins eru útskýrð stuttlega og hnitmiðað. Einkar handhægt fyrir fróðleiksfúsa þjóðfundargesti og aðra áhugasama.

Hlaða niður skjali

Greinarflokkur um endurskoðun stjórnarskrárinnar 2009

Greinarflokkur um stjórnarskrána og endurskoðun hennar sem birtist í Fréttablaðinu, febrúar 2009.

Hlaða niður skjali

Greinarflokkur um endurskoðun stjórnarskrárinnar frá 2005

Ítarlegur greinarflokkur í 15 hlutum, um hvaðeina er tengist stjórnskipun sem birtist í Fréttablaðinu árið 2005.

Hlaða niður skjali

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga, lagt fram á 136. löggjafarþingi 2008-2009

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga sem lagt var fram á Alþingi vorið 2009. Með frumvarpinu var lagt til að náttúruauðlindir sem ekki væru háðar einkaeignarrétti væru þjóðareign, breytingar á aðferðum við breytingar á stjórnarskránni, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og um stjórnlagaþing. Frumvarpið náði ekki fram að ganga.

Hlaða niður skjali

Endurskoðun stjórnarskrárinnar - áfangaskýrsla frá 2007

Hér fer ítarleg skýrsla sem var afrakstur stjórnarskrárnefndar sem starfaði frá 2005-2007. Um er að ræða yfirgripsmikla skoðun á íslenski stjórnskipan og velt um þeim atriðum sem þyrfti að endurskoða í stjórnarskránni. Í skýrslunni má finna tvö fylgigögn: Ágrip af þróun stjórnarskrárinnar og Stjórnskipunarþróun í Evrópu sem eru gagnleg yfirlestrar.

Hlaða niður skjali