Heiður að komast á þjóðfund

09.09.2010 16:01

Verið er að bera út boðsbréf á Þjóðfund um stjórnarskrána. Meðal þeirra sem hafa fengið bréf er Margrét Sveinbjörnsdóttir en hún lýsti mikilli ánægju með boðið á fundinn í fréttum RÚV 8. september og sagði orðrétt:,,Mér finnst heiður að vera ein af þúsund handahófsútvöldum. Mér finnst það mjög merkilegt, ég vinn t.d. aldrei í happdrætti eða neitt svona." Hér má finna fréttina.

Fara í fréttalista