Stjórnlagaráð samþykkir kafla um sveitarfélög

27.07.2011 14:39

Stjórnlagaráð samþykkir kafla um sveitarfélög

 


Stjórnlagaráð hefur samþykkt 7.  kafla um sveitarfélög í drögum að nýrri stjórnarskrá. Kaflinn telur 4 ákvæði og í honum er lögð áhersla á að aukið sjálfstjórnarvald sveitarfélaga. Fram kemur ný nálægðarregla þar sem kveðið er á um að þeir þættir opinberrar þjónustu sem þykja best fyrir komið í héraði skuli vera á hendi sveitarfélaga eða samtaka í umboði þeirra. Þá skuli skipa með lögum rétti íbúa sveitarfélags til þess að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess. Loks skuli haft samráð við sveitastjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varðar málefni sveitarfélaga.

 

Fara í fréttalista