Ágúst Þór Árnason

Ágúst Þór Árnason

Ágúst Þór Árnason er brautarstjóri grunnnáms við lagadeild Háskólans á Akureyri og forstöðumaður Heimskautaréttarstofnunarinnar. Ágúst hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá 2002 og vann m.a. að undirbúningi stofnunar félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans. Ágúst stundaði grunn- og meistaranám í heimspeki, lögfræði og stjórnmálafræði við Freie Universität í Berlín 1984-1990 með áherslu á mannréttindi og stjórnskipun. Hann var við doktorsnám við Goethe Universität í Frankfurt am Main 1998-2001, starfaði sem fréttaritari Bylgjunnar í Berlín 1986-1989 og fréttaritari RÚV í Berlín 1989-1991. Frá 1991-1993 var hann fréttamaður á RÚV. Ágúst vann að undirbúningi stofnunar Mannréttindaskrifstofu Íslands 1993-1994 og var fyrsti framkvæmdastjóri hennar 1994-1998. Hann átti frumkvæði að stofnun Reykjavíkur Akademíunnar og var fyrsti formaður stjórnar RA 1997-1998. Á árunum 2001-2002 var Ágúst þátttakandi í rannsóknarverkefni í stjórnskipunarrétti við Öndvegissetur norsku vísindaakademíunnar "The Centre for Advanced Study (CAS) at the Norwegian Academy of Science and Letters".

Til baka í lista